Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 14:45 Ef einhver þessara menntaskólanema hefur fengið Covid-19 og lokið einangrun getur sá hinn sami varpað grímunni frá og með 18. nóvember - að framvísuðu vottorði. Vísir/vilhelm Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37
Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26