Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli.
Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022.
Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af.
Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k
— Goal (@goal) November 13, 2020
Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður.
Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik.
Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar.
Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar.
'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy
— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020
Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan.
Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann.
Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.