Sigurmark Messi dæmt af hjá VAR vegna brots 27 sekúndum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 11:30 Lionel Messi gengur niðurlútur framhjá brasiliska dómaranum Raphael Claus sem hefur dæmt markið hans af. AP/Juan Roncoroni Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. HM 2022 í Katar Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira