Sigurmark Messi dæmt af hjá VAR vegna brots 27 sekúndum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 11:30 Lionel Messi gengur niðurlútur framhjá brasiliska dómaranum Raphael Claus sem hefur dæmt markið hans af. AP/Juan Roncoroni Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira