Innlent

Föst í Víkur­skarði og lokar veginum

Atli Ísleifsson skrifar
Vegagerðin segir frá því að víðast hvar á landinu er hálka eða hálkublettir á vegum og sums staðar snjóþekja og éljagangur.
Vegagerðin segir frá því að víðast hvar á landinu er hálka eða hálkublettir á vegum og sums staðar snjóþekja og éljagangur. Getty

Uppfært: Búið er að opna veginn á ný. Að neðan má sjá upphaflegu fréttina.

Víkurskarð er lokað eins og er þar sem flutningabifreið er föst sökum hálku og lokar veginum.

Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook. Þar segir að verið sé að bíða eftir því að borinn verði sandur á veginn.

„Við látum vita þegar vegurinn opnar aftur. Akið varlega því hálka er víða.“

Víðast hvar hálka eða hálkublettir

Vegagerðin segir frá því að víðast hvar á landinu er hálka eða hálkublettir á vegum og sums staðar snjóþekja og éljagangur.

Á Suðvesturlandi er hálka á Mosfellsheiði en hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Annars staðar er hálka eða hálkublettir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×