Uppfært: Búið er að opna veginn á ný. Að neðan má sjá upphaflegu fréttina.
Víkurskarð er lokað eins og er þar sem flutningabifreið er föst sökum hálku og lokar veginum.
Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook. Þar segir að verið sé að bíða eftir því að borinn verði sandur á veginn.
„Við látum vita þegar vegurinn opnar aftur. Akið varlega því hálka er víða.“
Víðast hvar hálka eða hálkublettir
Vegagerðin segir frá því að víðast hvar á landinu er hálka eða hálkublettir á vegum og sums staðar snjóþekja og éljagangur.
Á Suðvesturlandi er hálka á Mosfellsheiði en hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Annars staðar er hálka eða hálkublettir.
Yfirlit: Víðast hvar er hálka eða hálkublettir á vegum og sumstaðar snjóþekja og éljagangur. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 13, 2020