Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sést hér fara til blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar í lok október þar sem hertar aðgerðir voru kynntar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira