Innlent

Fiskibátur strandaði í Tálknafirði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Tálknafjörður. Mynd úr safni.
Tálknafjörður. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Fiskibátur sem strandaði í Tálknafirði á sjöunda tímanum í kvöld er kominn á flot með aðstoð annars fiskibáts og heldur nú til hafnar í Tálknafirði. Björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem lagt var af stað frá Patreksfirði hefur verið snúið við og þyrlu Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.

Einn er um borð í bátnum sem strandaði en enginn leki kom að bátnum. Í tilkynningu sem barst frá Landhelgisgæslunni fyrr í kvöld kom fram að áhafnir á þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskips á Patreksfirði hafi verið kallaðar út vegna bátsins.

Þyrlan TF-GRO var á leið til æfinga með varðskipinu Tý í Ísafjarðardjúpi þegar útkallið barst. Eftir að báturinn komst á flot með aðstoð annars fiskibáts var þyrlunni aftur á móti snúið við líkt og áður segir og heldur áhöfnin því til æfinga á varðskipinu Tý í Ísafjarðardjúpi líkt og til stóð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×