Aron Einar: Ekki „síðasti dansinn“ hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 16:21 Aron Einar Gunnarsson tók niður grímuna þegar hann svaraði spurningum blaðamanna. Skjámynd/Vísir Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira