Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:30 Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson á einni æfingu íslenska liðsins í Augsburg. Instagram/@footballiceland Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira