Innlent

Nýr kjarasamningur samþykktur með miklum meirihluta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm

Nýr kjarasamningur starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík var samþykktur með ríflega 90% atkvæða félagsmanna stéttarfélaganna Hlífar og VR. Alls tóku um 70% félagsmanna í Híf og VR sem starfa í álverinu þátt í atkvæðagreiðslunni.

Á sama tíma fór fram atvæðagreiðsla meðal iðnaðarmanna um samning sem þeir gerðu á sama tíma og Hlíf og VR. Iðnaðarmenn samþykktu einnig samninginn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að því er segir í tilkynningu á vef Hlífar.

Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði undir kjarasamninginn í lok október. Efni kjarasamningsins var í kjölfarið kynnt félagsmönnum og þeir greiddu svo atkvæði um hann. 

Um 400 félagsmenn stéttarfélaga eiga aðild að samningnum sem er til eins árs. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík höfðu verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×