Ari og Valdimar æfa einir en gætu mætt Ítölum Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 11:41 Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset og U21-landsliðinu, og voru áður leikmenn Fylkis. Instagram/@stromsgodsetfotball Vonir standa til þess að Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson geti tekið þátt í mikilvægum landsleikjum sem framundan eru hjá U21-landsliðinu, þrátt fyrir kórónuveirusmit hjá félagsliði þeirra. Ari og Valdimar leika með Strömsgodset í Noregi en samkvæmt norskum fjölmiðlum var allt norska liðið sett í sóttkví eftir að unglingaliðsleikmaður, sem tók þátt í æfingu aðalliðsins á föstudag, greindist smitaður. Árbæingarnir tveir komu til landsins í gær eins og fleiri leikmenn U21-landsliðsins sem leika á Norðurlöndum. Þeir fóru líkt og aðrir í skimun við komuna til landsins og hafa haldið sig utan leikmannahópsins, í þeirri vinnusóttkví sem landsliðið er í. Þeir æfa einir á æfingu liðsins í dag, fara í aðra skimun líkt og liðsfélagar þeirra, og reynist sýni úr þeim aftur neikvætt ættu þeir að geta spilað leikinn mikilvæga við Ítalíu á fimmtudaginn. Þetta segir Guðlaugur Gunnarsson, liðsstjóri U21-landsliðsins, við Vísi. Ein breyting hefur þegar orðið á íslenska hópnum en miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson var kallaður inn í stað Ísaks Óla Ólafssonar, sem verður hins vegar með í útileikjunum við Írland og Armeníu 15. og 18. nóvember. Ítalir með tvo hópa til öryggis Ísland er í harði baráttu um að komast í lokakeppni EM, í annað sinn í sögunni. Sú barátta er hnífjöfn en Ísland kemst á toppinn í 1. riðli með sigri á Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og fimm lið af níu með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni komast einnig beint á EM. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM, þegar Ísland á þrjá leiki eftir. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum.ksi.is Leiknum við Ítalíu var frestað þar sem að tvö smit greindust í ítalska hópnum við komuna til landsins í október. Ítalir settu saman tvo U21-landsliðshópa fyrir leikina sem framundan eru í von um að geta brugðist við sams konar stöðu núna. Áhorfendur eru bannaðir á leik Íslands og Ítalíu á fimmtudag en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira
Vonir standa til þess að Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson geti tekið þátt í mikilvægum landsleikjum sem framundan eru hjá U21-landsliðinu, þrátt fyrir kórónuveirusmit hjá félagsliði þeirra. Ari og Valdimar leika með Strömsgodset í Noregi en samkvæmt norskum fjölmiðlum var allt norska liðið sett í sóttkví eftir að unglingaliðsleikmaður, sem tók þátt í æfingu aðalliðsins á föstudag, greindist smitaður. Árbæingarnir tveir komu til landsins í gær eins og fleiri leikmenn U21-landsliðsins sem leika á Norðurlöndum. Þeir fóru líkt og aðrir í skimun við komuna til landsins og hafa haldið sig utan leikmannahópsins, í þeirri vinnusóttkví sem landsliðið er í. Þeir æfa einir á æfingu liðsins í dag, fara í aðra skimun líkt og liðsfélagar þeirra, og reynist sýni úr þeim aftur neikvætt ættu þeir að geta spilað leikinn mikilvæga við Ítalíu á fimmtudaginn. Þetta segir Guðlaugur Gunnarsson, liðsstjóri U21-landsliðsins, við Vísi. Ein breyting hefur þegar orðið á íslenska hópnum en miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson var kallaður inn í stað Ísaks Óla Ólafssonar, sem verður hins vegar með í útileikjunum við Írland og Armeníu 15. og 18. nóvember. Ítalir með tvo hópa til öryggis Ísland er í harði baráttu um að komast í lokakeppni EM, í annað sinn í sögunni. Sú barátta er hnífjöfn en Ísland kemst á toppinn í 1. riðli með sigri á Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og fimm lið af níu með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni komast einnig beint á EM. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM, þegar Ísland á þrjá leiki eftir. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum.ksi.is Leiknum við Ítalíu var frestað þar sem að tvö smit greindust í ítalska hópnum við komuna til landsins í október. Ítalir settu saman tvo U21-landsliðshópa fyrir leikina sem framundan eru í von um að geta brugðist við sams konar stöðu núna. Áhorfendur eru bannaðir á leik Íslands og Ítalíu á fimmtudag en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira