Ari og Valdimar æfa einir en gætu mætt Ítölum Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 11:41 Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset og U21-landsliðinu, og voru áður leikmenn Fylkis. Instagram/@stromsgodsetfotball Vonir standa til þess að Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson geti tekið þátt í mikilvægum landsleikjum sem framundan eru hjá U21-landsliðinu, þrátt fyrir kórónuveirusmit hjá félagsliði þeirra. Ari og Valdimar leika með Strömsgodset í Noregi en samkvæmt norskum fjölmiðlum var allt norska liðið sett í sóttkví eftir að unglingaliðsleikmaður, sem tók þátt í æfingu aðalliðsins á föstudag, greindist smitaður. Árbæingarnir tveir komu til landsins í gær eins og fleiri leikmenn U21-landsliðsins sem leika á Norðurlöndum. Þeir fóru líkt og aðrir í skimun við komuna til landsins og hafa haldið sig utan leikmannahópsins, í þeirri vinnusóttkví sem landsliðið er í. Þeir æfa einir á æfingu liðsins í dag, fara í aðra skimun líkt og liðsfélagar þeirra, og reynist sýni úr þeim aftur neikvætt ættu þeir að geta spilað leikinn mikilvæga við Ítalíu á fimmtudaginn. Þetta segir Guðlaugur Gunnarsson, liðsstjóri U21-landsliðsins, við Vísi. Ein breyting hefur þegar orðið á íslenska hópnum en miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson var kallaður inn í stað Ísaks Óla Ólafssonar, sem verður hins vegar með í útileikjunum við Írland og Armeníu 15. og 18. nóvember. Ítalir með tvo hópa til öryggis Ísland er í harði baráttu um að komast í lokakeppni EM, í annað sinn í sögunni. Sú barátta er hnífjöfn en Ísland kemst á toppinn í 1. riðli með sigri á Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og fimm lið af níu með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni komast einnig beint á EM. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM, þegar Ísland á þrjá leiki eftir. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum.ksi.is Leiknum við Ítalíu var frestað þar sem að tvö smit greindust í ítalska hópnum við komuna til landsins í október. Ítalir settu saman tvo U21-landsliðshópa fyrir leikina sem framundan eru í von um að geta brugðist við sams konar stöðu núna. Áhorfendur eru bannaðir á leik Íslands og Ítalíu á fimmtudag en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Vonir standa til þess að Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson geti tekið þátt í mikilvægum landsleikjum sem framundan eru hjá U21-landsliðinu, þrátt fyrir kórónuveirusmit hjá félagsliði þeirra. Ari og Valdimar leika með Strömsgodset í Noregi en samkvæmt norskum fjölmiðlum var allt norska liðið sett í sóttkví eftir að unglingaliðsleikmaður, sem tók þátt í æfingu aðalliðsins á föstudag, greindist smitaður. Árbæingarnir tveir komu til landsins í gær eins og fleiri leikmenn U21-landsliðsins sem leika á Norðurlöndum. Þeir fóru líkt og aðrir í skimun við komuna til landsins og hafa haldið sig utan leikmannahópsins, í þeirri vinnusóttkví sem landsliðið er í. Þeir æfa einir á æfingu liðsins í dag, fara í aðra skimun líkt og liðsfélagar þeirra, og reynist sýni úr þeim aftur neikvætt ættu þeir að geta spilað leikinn mikilvæga við Ítalíu á fimmtudaginn. Þetta segir Guðlaugur Gunnarsson, liðsstjóri U21-landsliðsins, við Vísi. Ein breyting hefur þegar orðið á íslenska hópnum en miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson var kallaður inn í stað Ísaks Óla Ólafssonar, sem verður hins vegar með í útileikjunum við Írland og Armeníu 15. og 18. nóvember. Ítalir með tvo hópa til öryggis Ísland er í harði baráttu um að komast í lokakeppni EM, í annað sinn í sögunni. Sú barátta er hnífjöfn en Ísland kemst á toppinn í 1. riðli með sigri á Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og fimm lið af níu með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni komast einnig beint á EM. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM, þegar Ísland á þrjá leiki eftir. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum.ksi.is Leiknum við Ítalíu var frestað þar sem að tvö smit greindust í ítalska hópnum við komuna til landsins í október. Ítalir settu saman tvo U21-landsliðshópa fyrir leikina sem framundan eru í von um að geta brugðist við sams konar stöðu núna. Áhorfendur eru bannaðir á leik Íslands og Ítalíu á fimmtudag en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira