Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er nú komið saman við æfingar í Þýskalandi þar sem liðið þarf að nýta tímann vel til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Ungverjalandi á fimmtudagskvöldið.
Íslenska liðið fékk aðstöðu í Augsburg í Þýskalandi með aðstoð landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar en staðsetningin hentaði íslenska hópnum mjög vel.
Knattspyrnusamband Íslands birti myndir af fyrstu æfingunni í gærkvöldi á samfélagsmiðlum sínum.
Æft var á æfingasvæði Augsburg liðsins en það var þoka í suður Þýskalandi í gær eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan.
First training session ahead of the @EURO2020 play-off match vs Hungary on Thursday. A foggy afternoon at the @FCA_World training ground. pic.twitter.com/nPsxUZckIK
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2020
Now, who could that be hiding behind the ball? A clue ... he is one of the goalkeepers ... pic.twitter.com/wYJVVP13ya
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2020

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.