Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 09:32 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01
Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01