Sjáðu geggjað sporðdrekamark í þýska boltanum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 10:30 Valentino Lazaro sést hér skora þetta magnaða mark í gær. EPA-EFE/Martin Meissner Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira