Tengdasonur Erdogan segir af sér sem fjármálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 22:45 Berat Albayrak fjármálaráðherra Tyrklands hefur sagt af sér. Vísir/EPA Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó. Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó.
Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35
Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59