Innlent

Hjóla­bretta­slys, hús­brot og akstur undir á­hrifum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls voru 73 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Alls voru 73 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann bifreiðar á sjötta tímanum síðdegis í gær eftir eftirför. Viðkomandi sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur án ökuréttinda og brot á hinum ýmsu umferðarlögum, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá barst lögreglunni tilkynning um hjólabrettaslys skömmu fyrir hálf sjö í gær. Sá slasaði er talinn hafa ökklabrotnað og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi barst lögreglu svo tilkynning um einstaklinga sem hafði reynt að fara inn um glugga íbúðar í miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við viðkomandi á vettvangi og hann kærður fyrir húsbrot.

Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur ökumönnum til viðbótar, sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Alls voru 73 mál bókuð frá klukkan fimm síðdegis í gær til fimm í morgun. Allmargar tilkynningar vegna ölvunarástands og samkvæmishávaða bárust, að sögn lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×