RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 07:00 RAX hefur ferðast um Grænland síðustu fjóra áratugi og safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. RAX „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi .Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. Sagan kenndi honum ýmislegt um virðingu fyrir náttúrunni en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX hefur ferðast um Grænland síðustu fjóra áratugi og safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Ein af þeim sögum sem er honum hvað minnistæðust, er saga Ole og Querndu. Hann Ole var einn af bestu veiðimönnum Grænlands en til að byrja með hafði hann verið neikvæður og veiddi ekkert sérstaklega vel. „Það var eldri veiðimaður sem fylgdist með honum og sagði, þú ert of neikvæður. Þú verður að vera jákvæður því náttúran skynjar þig og hvernig þér líður. Þegar þú ferð of neikvæður þá skilar hún þér engu. Þú verður að hafa jákvætt hugarfar og þá kemur þetta til þín.“ Hugsuðu eins Gamli maðurinn gaf Ole lítinn hvolp, sem fékk nafnið Qerndu en það þýðir svarti hundur. „Þeir urðu vinir á punktinum. Querndu og Ole voru alltaf saman og hlupu út um allt og léku sér.“ Eftir hálft ár þurfti Ole að setja hundinn í keðju eins og venjan er á Grænlandi og byrjuðu þeir þá að vinna saman, meðal annars við ísbjarnarveiðar á ísnum. „Ole sagði, að það var eitthvað mennskt við Qerndu. Hann var eins og maður, við hugsuðum einhvern veginn eins. Þetta var uppáhalds hundurinn hans og sá gáfaðasti sem hann hefur nokkurn tímann átt.“ RAX segir að á Grænlandi sé hundurinn ríkur þáttur í menningu og daglegu lífi, svo mikið að hann nánast rennur saman við samfélagið og náttúruna. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX hvernig þeirra saga kenndi honum að það er ekki ráðlegt að segja hvað sem er úti í náttúrunni á Grænlandi, maður getur fengið það í bakið einn daginn. Klippa: RAX Augnablik - Ole og Qerndu Í þessum þætti af RAX Augnablik má meðal annars sjá nokkrar ljósmyndir úr nýrri bók hans sem kemur út á næstu vikum. Í bókinni Hetjur norðurslóða tekur hann saman brot af þeim myndum sem hann hefur tekið af grænlenskum veiðimönnum og veiðihundunum þeirra. Bókin er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Bókin er gefin út af Kehrer Verlag í í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum sem og af Querndu, útgáfufélagi RAX hér á landi, sem heitir sama nafni og hundurinn í sögu þáttarins. Elsta myndin í bókinni var tekin árið 1986 og sú yngsta er rétt ársgömul. Saman segja þær frá hrikalegum umskiptum í náttúru manna og dýra. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Grænland Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi .Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. Sagan kenndi honum ýmislegt um virðingu fyrir náttúrunni en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX hefur ferðast um Grænland síðustu fjóra áratugi og safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Ein af þeim sögum sem er honum hvað minnistæðust, er saga Ole og Querndu. Hann Ole var einn af bestu veiðimönnum Grænlands en til að byrja með hafði hann verið neikvæður og veiddi ekkert sérstaklega vel. „Það var eldri veiðimaður sem fylgdist með honum og sagði, þú ert of neikvæður. Þú verður að vera jákvæður því náttúran skynjar þig og hvernig þér líður. Þegar þú ferð of neikvæður þá skilar hún þér engu. Þú verður að hafa jákvætt hugarfar og þá kemur þetta til þín.“ Hugsuðu eins Gamli maðurinn gaf Ole lítinn hvolp, sem fékk nafnið Qerndu en það þýðir svarti hundur. „Þeir urðu vinir á punktinum. Querndu og Ole voru alltaf saman og hlupu út um allt og léku sér.“ Eftir hálft ár þurfti Ole að setja hundinn í keðju eins og venjan er á Grænlandi og byrjuðu þeir þá að vinna saman, meðal annars við ísbjarnarveiðar á ísnum. „Ole sagði, að það var eitthvað mennskt við Qerndu. Hann var eins og maður, við hugsuðum einhvern veginn eins. Þetta var uppáhalds hundurinn hans og sá gáfaðasti sem hann hefur nokkurn tímann átt.“ RAX segir að á Grænlandi sé hundurinn ríkur þáttur í menningu og daglegu lífi, svo mikið að hann nánast rennur saman við samfélagið og náttúruna. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX hvernig þeirra saga kenndi honum að það er ekki ráðlegt að segja hvað sem er úti í náttúrunni á Grænlandi, maður getur fengið það í bakið einn daginn. Klippa: RAX Augnablik - Ole og Qerndu Í þessum þætti af RAX Augnablik má meðal annars sjá nokkrar ljósmyndir úr nýrri bók hans sem kemur út á næstu vikum. Í bókinni Hetjur norðurslóða tekur hann saman brot af þeim myndum sem hann hefur tekið af grænlenskum veiðimönnum og veiðihundunum þeirra. Bókin er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Bókin er gefin út af Kehrer Verlag í í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum sem og af Querndu, útgáfufélagi RAX hér á landi, sem heitir sama nafni og hundurinn í sögu þáttarins. Elsta myndin í bókinni var tekin árið 1986 og sú yngsta er rétt ársgömul. Saman segja þær frá hrikalegum umskiptum í náttúru manna og dýra. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Grænland Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01
RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning