Fótbolti

Elísabet og stöllur hennar í Meistaradeildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um árabil.
Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um árabil. mynd/@kristianstadsdff

Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í Kristianstad unnu öruggan 1-4 útisigur á Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Anna Rakel Pétursdóttir kom inn af bekknum í liði Uppsala.

Með sigrinum tryggði Kristianstad sér það að liðið mun enda í 2. eða 3.sæti deildarinnar en tveimur umferðum er ólokið. Þrjú efstu liðin fá sæti í Meistaradeild Evrópu svo það er klárt hjá liðinu.

Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttir leika með Kristianstad en voru ekki með í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengard munu ekki verja meistaratitilinn þar sem Gautaborg vann 7-0 sigur á Linköping í dag og tryggði sér þar með efsta sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.