Innlent

400 grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjögur hundruð grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk í gær. 
Fjögur hundruð grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk í gær.  Vísir

Fjögur hundruð grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk í gær. Útivistarmaður sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn tilkynnti lögreglu um sérkennilegan hlut sem varð á vegi hans á göngunni.

Lögreglan brást fljótt við og hélt þegar á staðin, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Hluturinn var skoðaður og reyndist hann innihalda 400 grömm af kókaíni. Fíkniefnin höfðu verið grafin í holu í jörðinni en í tilkynningunni segir að það hafi ekki síst verið hundi mannsins að þakka að þau fundust.

Ekki verða veittar nánari upplýsingar af lögreglu um málið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×