Valencia gekk frá Real í víta­spyrnu­drama

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ein af fjölmörgum vítaspyrnum kvöldsins dæmd.
Ein af fjölmörgum vítaspyrnum kvöldsins dæmd. Angel Martinez/Getty Images

Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum.

Valencia hafði aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum fyrir viðureignina í kvöld.

Dramatíkin var alls ráðandi í kvöld en gestirnir komust yfir með marki Karim Benzema á 23. mínútu.

Á 30. mínútu var dæmd vítaspyrna fyrir Valencia. Carlos Soler fór á punktinn og lét verja frá sér. Frákastið tók hann sjálfur en skaut í stöngina. Annað frákastið hrökk til Yunus Musah sem skoraði.

Eftir skoðun VARsjánnar kom hins vegar í ljós að Musah fór of snemma inn í teiginn og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Úr henni skoraði Carlos Soler og allt jafnt.

Á 45. mínútu skoraði Raphael Varane sjálfsmark og því voru heimamenn í Valencia 2-1 yfir í leikhlé.

Valencia fékk aftur vítaspyrnu á 54. mínútu og Soler skoraði úr henni. Hann var aftur á ferðinni níu mínútum síðar, aftur úr vítaspyrnu, er hann kom Valencia í 4-1. Það urðu lokatölurnar.

Valencia er því í níunda sæti deildarinnar með ellefu stig en Real er í fjórða sætinu með sextán stig, fjórum stigum á eftir Real Sociedad.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira