Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. nóvember 2020 15:56 Bíllinn alelda í dag. Bílvelta varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi hafði bifreiðinni verið ekið til norðurs en síðan hafnað út af veginum og oltið nokkrar veltur, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Við það kom upp eldur í bifreiðinni og varð hann fljótt alelda að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri. Lögregla á vettvangi slyssins eftir hádegið í dag. Vísir Karl og kona voru í bifreiðinni og tókst manninum að komast út af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltuna og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um meiðsli þeirra á þessari stundu. Vettvangsrannsókn stendur yfir og má reikna með einhverjum töfum á umferð um veginn meðan á því stendur. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi og mun þurfa að stoppa umferðina meðan ákveðnir þættir rannsóknarinnar fara fram. Lögregla segir á þessari stundu ekki hægt að segja neitt til um orsakir slyssins. Þó þykir lögreglu rétt að fram komi að ekki sé hálka á vettvangi. Að neðan má sjá tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins sem barst síðdegis. Kl. 14:30 var tilkynnt um bílveltu í Öxnadal við bæinn Syðri-Bægisá. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi hafði bifreiðinni verið ekið til norðurs en síðan hafnað út af veginum og oltið nokkrar veltur. Við það kom upp eldur í bifreiðinni. Karl og kona voru í bifreiðinni og tókst manninum að komast út af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltuna og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um meiðsli þeirra á þessari stundu. Vettvangsrannsókn stendur yfir og má reikna með einhverjum töfum á umferð um veginn meðan á því stendur. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi og mun þurfa að stoppa umferðina meðan ákveðnir þættir rannsóknarinnar fara fram. Á þessari stundu er því ekki hægt að segja neitt til um orsakir slyssins en rétt er að fram komi að ekki er hálka á vettvangi. Samgönguslys Hörgársveit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Bílvelta varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi hafði bifreiðinni verið ekið til norðurs en síðan hafnað út af veginum og oltið nokkrar veltur, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Við það kom upp eldur í bifreiðinni og varð hann fljótt alelda að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri. Lögregla á vettvangi slyssins eftir hádegið í dag. Vísir Karl og kona voru í bifreiðinni og tókst manninum að komast út af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltuna og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um meiðsli þeirra á þessari stundu. Vettvangsrannsókn stendur yfir og má reikna með einhverjum töfum á umferð um veginn meðan á því stendur. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi og mun þurfa að stoppa umferðina meðan ákveðnir þættir rannsóknarinnar fara fram. Lögregla segir á þessari stundu ekki hægt að segja neitt til um orsakir slyssins. Þó þykir lögreglu rétt að fram komi að ekki sé hálka á vettvangi. Að neðan má sjá tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins sem barst síðdegis. Kl. 14:30 var tilkynnt um bílveltu í Öxnadal við bæinn Syðri-Bægisá. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi hafði bifreiðinni verið ekið til norðurs en síðan hafnað út af veginum og oltið nokkrar veltur. Við það kom upp eldur í bifreiðinni. Karl og kona voru í bifreiðinni og tókst manninum að komast út af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltuna og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um meiðsli þeirra á þessari stundu. Vettvangsrannsókn stendur yfir og má reikna með einhverjum töfum á umferð um veginn meðan á því stendur. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi og mun þurfa að stoppa umferðina meðan ákveðnir þættir rannsóknarinnar fara fram. Á þessari stundu er því ekki hægt að segja neitt til um orsakir slyssins en rétt er að fram komi að ekki er hálka á vettvangi.
Kl. 14:30 var tilkynnt um bílveltu í Öxnadal við bæinn Syðri-Bægisá. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi hafði bifreiðinni verið ekið til norðurs en síðan hafnað út af veginum og oltið nokkrar veltur. Við það kom upp eldur í bifreiðinni. Karl og kona voru í bifreiðinni og tókst manninum að komast út af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltuna og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um meiðsli þeirra á þessari stundu. Vettvangsrannsókn stendur yfir og má reikna með einhverjum töfum á umferð um veginn meðan á því stendur. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi og mun þurfa að stoppa umferðina meðan ákveðnir þættir rannsóknarinnar fara fram. Á þessari stundu er því ekki hægt að segja neitt til um orsakir slyssins en rétt er að fram komi að ekki er hálka á vettvangi.
Samgönguslys Hörgársveit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira