Innlent

Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir

Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Bíllinn alelda í dag.
Bíllinn alelda í dag.

Bílvelta varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi hafði bifreiðinni verið ekið til norðurs en síðan hafnað út af veginum og oltið nokkrar veltur, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Við það kom upp eldur í bifreiðinni og varð hann fljótt alelda að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri. 

Lögregla á vettvangi slyssins eftir hádegið í dag. Vísir

Karl og kona voru í bifreiðinni og tókst manninum að komast út af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltuna og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um meiðsli þeirra á þessari stundu.

Vettvangsrannsókn stendur yfir og má reikna með einhverjum töfum á umferð um veginn meðan á því stendur. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi og mun þurfa að stoppa umferðina meðan ákveðnir þættir rannsóknarinnar fara fram. 

Lögregla segir á þessari stundu ekki hægt að segja neitt til um orsakir slyssins. Þó þykir lögreglu rétt að fram komi að ekki sé hálka á vettvangi.

Að neðan má sjá tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins sem barst síðdegis.

Kl. 14:30 var tilkynnt um bílveltu í Öxnadal við bæinn Syðri-Bægisá. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi hafði bifreiðinni verið ekið til norðurs en síðan hafnað út af veginum og oltið nokkrar veltur. Við það kom upp eldur í bifreiðinni. 

Karl og kona voru í bifreiðinni og tókst manninum að komast út af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltuna og þurfti að hjálpa henni út. Þau voru svo bæði flutt með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um meiðsli þeirra á þessari stundu.

Vettvangsrannsókn stendur yfir og má reikna með einhverjum töfum á umferð um veginn meðan á því stendur. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi og mun þurfa að stoppa umferðina meðan ákveðnir þættir rannsóknarinnar fara fram. 

Á þessari stundu er því ekki hægt að segja neitt til um orsakir slyssins en rétt er að fram komi að ekki er hálka á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×