Erlent

Óttast að Eþíópía sé á barmi borgara­styrj­aldar

Atli Ísleifsson skrifar
Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári.
Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Getty

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur heitið því að halda áfram sókn hers landsins inn í Tigray-hérað í norðurhluta landsins.

Margir óttast að landið sé á barmi borgarastyrjaldar en spennan hefur aukist mikið í samskiptum stjórnar héraðsins og alríkisstjórnarinnar síðustu mánuði.

Forsætisráðherrann sakaði á miðvikudag vopnaðar sveitir í Tigrayan um að hafa ráðist á herstöð eþíópíska hersins.

BBC greinir frá því að Debretsion Gebremichael, forseti Tigray, segi stríðsástand nú vera í héraðinu og að sveitir í héraðinu búi sig nú undir átök.

Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. 

Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×