Alma og Þórólfur minnast lykilkonu í baráttunni við Covid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2020 10:27 Guðrún Sigmundsdóttir var settur sóttvarnalæknir oftar en einu sinni og var í lykilhlutverki lengi vel í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Vann meðal annars við að koma Covid.is á laggirnar. Guðrún Sigmundsdóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum og sýklafræði, lést þann 27. október eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 59 ára. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, minnast Guðrúnar í Morgunblaðinu í dag fyrir ómetanlega vinnu á sviði sóttvarna hér á landi. Haraldur rifjar upp þegar Guðrún kom til starfa við landlæknisembættið um aldamótin. Um það leyti hafi staðið yfir glíma við alvarlega matvælasýkingu hér á landi af völdum kampýlóbakter sem bárust með ferskum kjúklingum og salmonellu sem barst með innfluttu jöklasalati. „Kom þá þegar í ljós hversu öflugur starfsmaður Guðrún var í baráttunni við farsóttir í landinu.“ Krefjandi samskipti sem skiluðu miklum árangri Guðrún var í framhaldsnámi í læknisfræði í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan doktorsprófi eftir að hafa flust heim til Íslands. Haraldur segir það eitt dæmi um þrautseigju hennar. Haraldur Briem var sóttvarnalæknir um árabil.Vísir „Á ýmsu hefur gengið síðustu tvo áratugi, farsóttir og hópsýkingar dunið yfir hvað eftir annað. Guðrún átti sinn mikilvæga sess við uppbyggingu sóttvarna hér á landi og ekki síður við að efla tengslin við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Þau samskipti gátu verið krefjandi en skiluðu jafnframt miklum árangri.“ Hún hafi verið virk í samstarfi við norræna sóttvarnalækna en meginhlutverk hennar hafi verið farsóttargreining sem sé afgerandi forsenda allra sóttvarnaráðstafana. Haraldur lýsir Guðrúnu sem hugmyndaríkri og skapandi í starfi. Gat verið hrókur alls fagnaðar „Einkar minnisstæð er frumleg rafræn aðferð hennar við að skrá nánast í rauntíma fjölda tilfella af svínainflúensunni, sem reið yfir árið 2009. Grúskað var í ýmsu, til dæmis hvernig hægt væri að nýta sér upplýsingar um farsímanotkun í samfélaginu til að greina óvænta atburði.“ Guðrún hafi verið glaðleg í starfi, ósérhlífin en þó með skap til að bera og ákveðnar skoðanir á ýmsu tengdu starfinu. Mál voru rædd og niðurstaða fundin. Guðrún var hagmælt og kom það sér oft vel þegar slegið var á létta strengi, enda gat hún verið hrókur alls fagnaðar. Það er mikil gæfa að eiga gott samstarfsfólk. Ég tel mig gæfumann að hafa átt þetta langa og farsæla samstarf við Guðrúnu.“ Fádæma yfirvegun og reisn Alma Dagbjört Möller landlæknir tekur undir með Haraldi. Guðrún hafi alltaf verið tilbúin að aðstoða samstarfsfólk sitt, svo og fagaðila víða um land enda hafi verið mikið til hennar leitað. Alma þakkar Guðrúnu fyrir farsælt og skemmtilegt samstarf.Vísir/Vilhelm „Árið 2017 lenti Guðrún í alvarlegu umferðarslysi sem kallaði á stranga endurhæfingu sem hún tókst á við með æðruleysi og dyggum stuðningi frá fjölskyldu sinni. Rúmu ári eftir slysið kom annað reiðarslag þegar hún greindist með krabbamein. Við tóku erfiðir tímar en Guðrún tókst á við veikindi sín, allt til enda, af fádæma yfirvegun og reisn. Hún sneri aftur til starfa, full af eldmóði og jákvæðni eins og hennar var von og vísa.“ Guðrún hafi staðið í stafni með sóttvarnalækni og samstarfsfólki þegar faraldur Covid-19 skall á enda hafði hún tekið þátt í að þróa viðbragðsáætlanir og verkferla. Kom Covid.is á laggirnar „Henni var fengið það vandasama hlutverk að leiða vinnuna þegar fyrstu tilfellin greindust og sem svo varð að vinnu rakningateymis. Hún tók þátt í að skapa gagnagrunn um sjúkdóminn og að koma á laggirnar heimasíðunni covid.is. En svo tók sjúkdómurinn sig upp og Guðrún varð frá að hverfa. Hún reyndi þó að liðsinna þar til starfsþrekið þraut.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir síðasta samtal sitt við Guðrúnu hafa verið lýsandi fyrir hana. Þar hafi hún beðist afsökunar á að geta ekki tekið meiri þátt í baráttunni við Covid-19. Þórólfur man vel eftir því þegar hann hitti Guðrúnu fyrst. Áður en ljóst var að þau myndu vinna náið saman við sóttvarnir.Vísir „Ég svaraði að hennar þáttur í öllum undirbúningi og vinnunni á meðan hennar naut við hefði verið ómetanlegur.“ Hún hafi átt stærstan þátt í rafrænni uppbyggingu gagnagrunna hjá sóttvarnalækni og gegnt lykilhlutverki við gerð viðbragðsáætlana sem hafi verið þungamiðjan í viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum. Guðrún lætur eftir sig eiginmann, þrjú börn og tvö barnabörn. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag klukkan ellefu og verður streymt á Youtube sökum samkomubanns. Andlát Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Guðrún Sigmundsdóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum og sýklafræði, lést þann 27. október eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 59 ára. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, minnast Guðrúnar í Morgunblaðinu í dag fyrir ómetanlega vinnu á sviði sóttvarna hér á landi. Haraldur rifjar upp þegar Guðrún kom til starfa við landlæknisembættið um aldamótin. Um það leyti hafi staðið yfir glíma við alvarlega matvælasýkingu hér á landi af völdum kampýlóbakter sem bárust með ferskum kjúklingum og salmonellu sem barst með innfluttu jöklasalati. „Kom þá þegar í ljós hversu öflugur starfsmaður Guðrún var í baráttunni við farsóttir í landinu.“ Krefjandi samskipti sem skiluðu miklum árangri Guðrún var í framhaldsnámi í læknisfræði í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan doktorsprófi eftir að hafa flust heim til Íslands. Haraldur segir það eitt dæmi um þrautseigju hennar. Haraldur Briem var sóttvarnalæknir um árabil.Vísir „Á ýmsu hefur gengið síðustu tvo áratugi, farsóttir og hópsýkingar dunið yfir hvað eftir annað. Guðrún átti sinn mikilvæga sess við uppbyggingu sóttvarna hér á landi og ekki síður við að efla tengslin við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Þau samskipti gátu verið krefjandi en skiluðu jafnframt miklum árangri.“ Hún hafi verið virk í samstarfi við norræna sóttvarnalækna en meginhlutverk hennar hafi verið farsóttargreining sem sé afgerandi forsenda allra sóttvarnaráðstafana. Haraldur lýsir Guðrúnu sem hugmyndaríkri og skapandi í starfi. Gat verið hrókur alls fagnaðar „Einkar minnisstæð er frumleg rafræn aðferð hennar við að skrá nánast í rauntíma fjölda tilfella af svínainflúensunni, sem reið yfir árið 2009. Grúskað var í ýmsu, til dæmis hvernig hægt væri að nýta sér upplýsingar um farsímanotkun í samfélaginu til að greina óvænta atburði.“ Guðrún hafi verið glaðleg í starfi, ósérhlífin en þó með skap til að bera og ákveðnar skoðanir á ýmsu tengdu starfinu. Mál voru rædd og niðurstaða fundin. Guðrún var hagmælt og kom það sér oft vel þegar slegið var á létta strengi, enda gat hún verið hrókur alls fagnaðar. Það er mikil gæfa að eiga gott samstarfsfólk. Ég tel mig gæfumann að hafa átt þetta langa og farsæla samstarf við Guðrúnu.“ Fádæma yfirvegun og reisn Alma Dagbjört Möller landlæknir tekur undir með Haraldi. Guðrún hafi alltaf verið tilbúin að aðstoða samstarfsfólk sitt, svo og fagaðila víða um land enda hafi verið mikið til hennar leitað. Alma þakkar Guðrúnu fyrir farsælt og skemmtilegt samstarf.Vísir/Vilhelm „Árið 2017 lenti Guðrún í alvarlegu umferðarslysi sem kallaði á stranga endurhæfingu sem hún tókst á við með æðruleysi og dyggum stuðningi frá fjölskyldu sinni. Rúmu ári eftir slysið kom annað reiðarslag þegar hún greindist með krabbamein. Við tóku erfiðir tímar en Guðrún tókst á við veikindi sín, allt til enda, af fádæma yfirvegun og reisn. Hún sneri aftur til starfa, full af eldmóði og jákvæðni eins og hennar var von og vísa.“ Guðrún hafi staðið í stafni með sóttvarnalækni og samstarfsfólki þegar faraldur Covid-19 skall á enda hafði hún tekið þátt í að þróa viðbragðsáætlanir og verkferla. Kom Covid.is á laggirnar „Henni var fengið það vandasama hlutverk að leiða vinnuna þegar fyrstu tilfellin greindust og sem svo varð að vinnu rakningateymis. Hún tók þátt í að skapa gagnagrunn um sjúkdóminn og að koma á laggirnar heimasíðunni covid.is. En svo tók sjúkdómurinn sig upp og Guðrún varð frá að hverfa. Hún reyndi þó að liðsinna þar til starfsþrekið þraut.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir síðasta samtal sitt við Guðrúnu hafa verið lýsandi fyrir hana. Þar hafi hún beðist afsökunar á að geta ekki tekið meiri þátt í baráttunni við Covid-19. Þórólfur man vel eftir því þegar hann hitti Guðrúnu fyrst. Áður en ljóst var að þau myndu vinna náið saman við sóttvarnir.Vísir „Ég svaraði að hennar þáttur í öllum undirbúningi og vinnunni á meðan hennar naut við hefði verið ómetanlegur.“ Hún hafi átt stærstan þátt í rafrænni uppbyggingu gagnagrunna hjá sóttvarnalækni og gegnt lykilhlutverki við gerð viðbragðsáætlana sem hafi verið þungamiðjan í viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum. Guðrún lætur eftir sig eiginmann, þrjú börn og tvö barnabörn. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag klukkan ellefu og verður streymt á Youtube sökum samkomubanns.
Andlát Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira