Kórónuveira og kreppa stoppa ekki garðyrkjubændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2020 21:16 Þrjár garðyrkjustöðvar í Reykholti eru að stækka gróðurhúsin sín um níu þúsund fermetra samtals. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira