Innlent

Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá andlátinu á upplýsingafundi í dag.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá andlátinu á upplýsingafundi í dag.

Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19.

Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sendi aðstandendum hins látna samúðarkveðjur.

Er þetta átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst.

Tíu manns létust í fyrstu bylgju faraldursins og átta manns hafa nú látist í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Sjö hafa látist á síðustu níu dögum.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.