Nær allir liðsfélagar Arons með veiruna Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 13:31 Aron Bjarnason var frábær í liði Vals í sumar sem lánsmaður frá Újpest. vísir/hag Á meðan að Aron Bjarnson nýtur þess að vera orðinn Íslandsmeistari í fyrsta sinn eru liðsfélagar hans í ungverska liðinu Újpest nánast allir komnir með kórónuveiruna. Aron kom að láni til Vals frá Újpest í vor og átti ríkan þátt í því að liðið skyldi krýnt Íslandsmeistari, þegar Pepsi Max deildin var flautuð af síðasta föstudag. Samningur Arons við Újpest er til sumarsins 2022 og hann snýr að óbreyttu aftur til félagsins í vetur. Þá ættu flestir liðsfélaga hans hjá ungverska liðinu að hafa myndað mótefni gegn kórónuveirunni, því 23 af 25 leikmönnum liðsins hafa nú greinst með veiruna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Újpest þar sem jafnframt segir að nokkrir leikmanna U19-liðs félagsins hafi einnig greinst með jákvætt sýni. Því sjái félagið sér ekki fært að mæta Diósgyör á föstudaginn. Újpest bað mótherja sína um að samþykkja að fresta leiknum en þeirri beiðni var hafnað, og útlit fyrir að Újpest verði úrskurðað 3-0 tap í leiknum. Það er þó í höndum ungverska knattspyrnusambandsins að ákveða það endanlega. Újpest var aðeins með sjö leikmenn úr aðalliði sínu þegar liðið mætti MTK á sunnudaginn, og tapaði 4-0, þar sem veiran hafði breiðst út í hópnum. Nú er staðan enn verri og því varð liðið að hætta við að spila á föstudag. Þess má geta að íslenska karlalandsliðið heldur til Ungverjalands í næstu viku og mætir þar heimamönnum í úrslitaleik um sæti á EM. Leikurinn er í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Á meðan að Aron Bjarnson nýtur þess að vera orðinn Íslandsmeistari í fyrsta sinn eru liðsfélagar hans í ungverska liðinu Újpest nánast allir komnir með kórónuveiruna. Aron kom að láni til Vals frá Újpest í vor og átti ríkan þátt í því að liðið skyldi krýnt Íslandsmeistari, þegar Pepsi Max deildin var flautuð af síðasta föstudag. Samningur Arons við Újpest er til sumarsins 2022 og hann snýr að óbreyttu aftur til félagsins í vetur. Þá ættu flestir liðsfélaga hans hjá ungverska liðinu að hafa myndað mótefni gegn kórónuveirunni, því 23 af 25 leikmönnum liðsins hafa nú greinst með veiruna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Újpest þar sem jafnframt segir að nokkrir leikmanna U19-liðs félagsins hafi einnig greinst með jákvætt sýni. Því sjái félagið sér ekki fært að mæta Diósgyör á föstudaginn. Újpest bað mótherja sína um að samþykkja að fresta leiknum en þeirri beiðni var hafnað, og útlit fyrir að Újpest verði úrskurðað 3-0 tap í leiknum. Það er þó í höndum ungverska knattspyrnusambandsins að ákveða það endanlega. Újpest var aðeins með sjö leikmenn úr aðalliði sínu þegar liðið mætti MTK á sunnudaginn, og tapaði 4-0, þar sem veiran hafði breiðst út í hópnum. Nú er staðan enn verri og því varð liðið að hætta við að spila á föstudag. Þess má geta að íslenska karlalandsliðið heldur til Ungverjalands í næstu viku og mætir þar heimamönnum í úrslitaleik um sæti á EM. Leikurinn er í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember.
Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira