Heilaaðgerð Maradona gekk vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 10:30 Diego Armando Maradona á leik Boca Juniors og Club de Gimnasia y Esgrima La Plata en hann lék með því fyrrnefnda og þjálfar nú það síðarnefnda. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020 Fótbolti Argentína Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sjá meira
Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020
Fótbolti Argentína Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sjá meira