Heilaaðgerð Maradona gekk vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 10:30 Diego Armando Maradona á leik Boca Juniors og Club de Gimnasia y Esgrima La Plata en hann lék með því fyrrnefnda og þjálfar nú það síðarnefnda. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020 Fótbolti Argentína Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Diego Maradona er sagður vera á batavegi eftir að hafa þurft óvænt að leggjast á skurðarborðið í heimalandi sínu í gær. Argentínska knattspyrnugoðsögnin fékk ekki góða afmælisgjöf á sextugsafmæli sínu þegar hann veiktist. Maradona var á endanum fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti síðan að gangast undir heilaaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa. Blóðtapinn uppgötvaðist þegar Maradona var sendur í sneiðmyndatöku í gær eftir að hann hafði kvartað undan veikindum en hann glímdi þá við blóðleysi og vökvatap um helgina. Einhverjir óttuðust þá að hann væri með kórónuveiruna en svo var ekki. Ástæðan var önnur. Einkalæknir hans, Leopoldo Luque, sagði að Maradona hafi ráðið vel við aðgerðina og allt hafi gengið vel eftir atvikum. Diego Maradona's doctor says the Argentina legend has undergone successful brain surgery. https://t.co/Xeexy2YpTK pic.twitter.com/6wGs1Zzv21— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 „Diego er vakandi og honum líður vel. Hann er með smá bólgu sem við fjarlægjum á morgun. Hann réð vel við aðgerðina og allt er í góðu lagi,“ sagði Leopoldo Luque við argentínska fjölmiðla. Maradona var fluttur á sjúkrahús klukkan 20.00 á staðartíma í Argentínu en aðgerðin var framkvæmd á Olivos sjúkrahúsinu í La Plata. Aðgerðin tók 80 mínútur. Maradona hélt upp á sextugsafmælið sitt í síðustu viku og mætti þá meðal annars til að stýra liði sínu Gimnasia y Esgrima í argentínsku úrvalsdeildinni en Maradona hefur þjálfað liðið síðan í september 2019. Það var einmitt síðasta skiptið sem hann sást opinberlega en glöggir menn tóku eftir því að kappinn leit ekki alltof vel út þegar hann var studdur af velli í leikslok. Nokkrum dögum síðan uppgötvuðu menn ástæðu veikindanna og þá þurfti að bregðast skjótt við. Stuðningsmenn Gimnasia y Esgrima hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið til að sýna Maradona stuðning. Eftir að fréttist af því að aðgerðin hafi tekist vel þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að syngja nafnið hans Maradona. Fans have gathered outside the hospital in Argentina for Diego Maradona, who is scheduled to have surgery for a blood clot on his brain pic.twitter.com/401K70pXwL— B/R Football (@brfootball) November 3, 2020
Fótbolti Argentína Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira