Innlent

Ók á móti um­ferð á Lauga­vegi og átti að vera í ein­angrun

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn má eiga von á sekt vegna athæfisins.
Maðurinn má eiga von á sekt vegna athæfisins. Vísir/Vilhelm

Lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur þurftu að hafa afskipti af ökumanni sem ók á móti umferð á Laugavegi um klukkan 20 í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumaðurinn hafi reynst átt að vera í einangrun vegna Covid-smits og með þessum rúnt sínum niður Laugaveginn hafi hann verið að brjóta lög um sóttvarnir.

„Lögreglumenn fylgdu honum til hans heima en hann má eiga von á sekt vegna málsins,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×