Nýr þjálfari Ragnars skildi gamla vinnuveitendur eftir furðu lostna Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 15:00 Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara í Danmörku. Samningur Ragnars við FCK er til næsta sumars. VÍSIR/GETTY Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg. Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg.
Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30
Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30
Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00