Tugþúsundir barna heima meðan kennarar ráða ráðum sínum Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 07:32 Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru lokaðir í dag vegna skipulagsdags. Vísir/Vilhelm Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26
Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24