Lífið

Sjáðu gæsahúðarflutning Stefaníu Svavars á ballöðunni Without You

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Söngkonan Stefanía Svavars heillaði áhorfendur í þættinum Í kvöld er gigg með einstökum flutningi á laginu Without You. 
Söngkonan Stefanía Svavars heillaði áhorfendur í þættinum Í kvöld er gigg með einstökum flutningi á laginu Without You.  Skjáskot

Það er fátt sem toppar kröftugar ballöður og þá sérstaklega þegar þær eru í fallegum flutningi. Síðasti þáttur af Í kvöld er gigg var svo sannarlega ballöðuþáttur og gestirnir ekki af verri endanum.

Söngdívurnar fjórar þær Elísabet Ormslev, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavars gáfu ekkert eftir með glæsilegum söng og einstökum sjarma. 

Þetta var í annað sinn sem söngkonan Stefanía Svavars var gestur Ingó en í fyrra skiptið sló hún í gegn þegar hún rappaði og söng Fugees lagið - Ready Or Not.

Í þessum þætti sýndi hún svo á sér nýja hlið og tók lagið Without You sem var eitt af þeim lögum sem skaut söngkonunni Mariuh Carey upp á stjörnuhimininn á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó

Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars.

Elísabet Ormslev gefur Celine Dion ekkert eftir

Það má með sanni segja að nýjasti þátturinn af Í kvöld er gigg hafi náð að lyfta anda landans eftir erfiðan dag og viku. Gestir Ingó voru fjórar af söngdívum Íslands, þær Elísabet Ormslev, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.