Lífið

Elísabet Ormslev gefur Celine Dion ekkert eftir

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Elísabet Ormslev sögn eina af frægari power-ballöðum Celine Dion í nýjasta þættinum af Í kvöld er gigg. 
Elísabet Ormslev sögn eina af frægari power-ballöðum Celine Dion í nýjasta þættinum af Í kvöld er gigg.  Skjáskot

Það má með sanni segja að nýjasti þátturinn af Í kvöld er gigg hafi náð að lyfta anda landans eftir erfiðan dag og viku. Gestir Ingó voru fjórar af söngdívum Íslands, þær Elísabet Ormslev, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavars. 

Það er ekki hægt að segja söngurinn í kvöld hafi beint verið partýlegur heldur var frekar eins og um stórtónleika væri að ræða. Ingó sagðist sjálfur svo heillaður af dívunum og að hann hefði helst vilja sitja út í sal og hlusta og njóta.

 Elísabetu Ormslev hefur stundum verið líkt við söngkonuna Adele enda ekki leiðum að líkjast þar. En í kvöld sýndi hún einnig að hún gefur stórsönkonunni Celine Dion ekkert eftir og flutti lagið It's All Coming Back To Me með glæsibrag. 

Klippa: It's All Coming Back To Me - Elísabet Ormslev

Tengdar fréttir

Ótrúlegur hæfileiki Matta Matt: Talar og syngur aftur á bak

„Þetta er í alvörunni! Hann getur talað aftur á bak“ sagði Ingó Veðurguð um söngvarann Matta Matt síðasta föstudagskvöld.Í kjölfarið þuldi Ingó upp setningar sem Matti flutti svo aftur á bak án þess að taka sér tíma í að hugsa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.