Sendir aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:09 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendir aðstandendum þeirra sem látið hafa lífið af völdum covid-19 samúðarkveðjur. Tveir til viðbótar létust af völdum sjúkdómsins á Landspítalanum í nótt og hafa nú alls fimmtán látist hér á landi vegna covid-19. „Nú við upphaf nýrrar viku berast okkur þær sorgarfregnir að í nótt létust tveir hér á landi af völdum Covid-19. Þá hafi fimm dáið í þessari þriðju bylgju faraldursins og samtals 15 frá því að farsóttarinnar varð vart hér. Ég sendi ástvinum samúðarkveðjur,“ skrifar forsetinn í langri færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann hvetur jafnframt landsmenn til að kynna sér tilmæli og leiðbeiningar eftir að nýjar reglur tóku gildi fyrir helgi. „Ég finn einhug í samfélaginu um það að við viljum ekki lenda í þeirri skelfilegu raun að þurfa að velja hverjir komist á sjúkrahús og hverjir ekki. Því miður kom hópsmit upp í vikunni á Landakoti, deild Landspítala í Reykjavík. Vonir hljóta að standa til þess að allra leiða verði leitað til að koma í veg fyrir slíkt áfall á ný,“ skrifar Guðni ennfremur. Þá minnist hann þess einnig að síðastliðinn mánudag hafi þess verið minnst að aldarfjórðungur var frá snjóflóðinu á Flateyri sem tók 20 mannslíf og setur baráttuna við náttúruöflin í samhengi við baráttuna við heimsfaraldurinn. „Náttúruöflin eru máttug en mannkyn getur samt látið til sín taka. Snjóflóðavarnir hafa víða risið og baráttunni við farsóttina mun ljúka betur en raun var fyrr á öldum,“ segir í færslu Guðna sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendir aðstandendum þeirra sem látið hafa lífið af völdum covid-19 samúðarkveðjur. Tveir til viðbótar létust af völdum sjúkdómsins á Landspítalanum í nótt og hafa nú alls fimmtán látist hér á landi vegna covid-19. „Nú við upphaf nýrrar viku berast okkur þær sorgarfregnir að í nótt létust tveir hér á landi af völdum Covid-19. Þá hafi fimm dáið í þessari þriðju bylgju faraldursins og samtals 15 frá því að farsóttarinnar varð vart hér. Ég sendi ástvinum samúðarkveðjur,“ skrifar forsetinn í langri færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann hvetur jafnframt landsmenn til að kynna sér tilmæli og leiðbeiningar eftir að nýjar reglur tóku gildi fyrir helgi. „Ég finn einhug í samfélaginu um það að við viljum ekki lenda í þeirri skelfilegu raun að þurfa að velja hverjir komist á sjúkrahús og hverjir ekki. Því miður kom hópsmit upp í vikunni á Landakoti, deild Landspítala í Reykjavík. Vonir hljóta að standa til þess að allra leiða verði leitað til að koma í veg fyrir slíkt áfall á ný,“ skrifar Guðni ennfremur. Þá minnist hann þess einnig að síðastliðinn mánudag hafi þess verið minnst að aldarfjórðungur var frá snjóflóðinu á Flateyri sem tók 20 mannslíf og setur baráttuna við náttúruöflin í samhengi við baráttuna við heimsfaraldurinn. „Náttúruöflin eru máttug en mannkyn getur samt látið til sín taka. Snjóflóðavarnir hafa víða risið og baráttunni við farsóttina mun ljúka betur en raun var fyrr á öldum,“ segir í færslu Guðna sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira