Innlent

Tveir létust vegna Covid í nótt

Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Tveir létust vegna Covid hér á landi síðasta sólarhringinn. 
Tveir létust vegna Covid hér á landi síðasta sólarhringinn. 

Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum í nótt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en Landspítalinn greinir einnig frá þessu á vef sínum.

 Hvorugur hinna látnu var á Landakoti en annar þeirra tengist hópsmitinu þar. Báðir voru á níræðisaldri.

Nú hafa fimmtán látist vegna Covid-19 hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. 

24 greindust smitaðir af Covid-19 á landinu í gær. 71 prósent þeirra voru í sóttkví við greiningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×