Fótbolti

Stefán Teitur greindist með kórónuveiruna

Ísak Hallmundarson skrifar
Stefán í leik með ÍA.
Stefán í leik með ÍA. Anton Brink

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborg, er einn þriggja leikmanna liðsins sem greindust með kórónuveiruna í dag.

Núna eru sjö leikmenn Silkeborg með veiruna og tveir starfsmenn liðsins.

Stefán Teitur er 22 ára gamall og gekk til liðs við Silkeborg frá ÍA í þessum mánuði. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum með liðinu síðan þá. Silkeborg leikur í næstefstu deild Danmerkur og er í fimmta sæti deildarinnar í dag. 

Liðið á leik gegn Vendsyssel á morgun og þarf að tefla fram vængbrotnu liði í ljósi aðstæðna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.