Innlent

Skemmdarverk á strætóskýlum algengt en sorglegt vandamál

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Biðskýli strætó við Nesveg á Seltjarnarnesi mölbrotið.
Biðskýli strætó við Nesveg á Seltjarnarnesi mölbrotið. mynd/Baldur Hrafnkell

„Þetta er bara ótrúlega sorglegt og ótrúlega leiðinlegt og maður skilur ekki alveg hvað vakir fyrir þeim sem gera svona,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við Vísi. Vísar hann þar til þess hversu algengt það er að skemmdarverk séu unnin á strætóskýlum.

Fréttastofu barst ábending um biðskýli við Nesveg gegnt Eiðistorgi á Seltjarnarnesi sem búið var að mölbrjóta. Glerbrot lágu yfir gagnstíginn og torvelduðu þannig för gangandi vegfarenda. Guðmundur segir skemmdarverk af þessum toga því miður allt of algeng.

Það er að vísu ekki Strætó bs. sem annast rekstur biðskýlanna heldur er það annar aðili, fyrirtækið Billboard, sem á og rekur skýlin og í þau selur auglýsingar. Viðhald og kostnaður sem fellur til vegna skemmdarverka fellur því í hlut fyrirtækisins en ekki Strætó.

„Alltaf þegar við fáum myndir af svona þá reynum við að koma ábendingum áleiðis til annað hvort borgarstafsmanna eða þá þessa rekstraraðila og hann sér um að skipta þessu út,“ segir Guðmundur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×