Innlent

56 innanlandssmit greindust í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent.
39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. Vísir/Vilhelm

Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu, eins og í gær.

Alls greindust fjórir smitaðir á landamærum. Átta bíða mótefnamælingar frá því fyrr í vikunni.

Tekin voru 1.422 einkennasýni, 397 sýni í landamærskimun og 265 sóttkvíar- og handhófsskimanir.

979 eru í einangrun, samanborið við 996 í gær og 1.005 í fyrradag. Þá eru 1.862 í sóttkví, samanborið við 1.654.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 209,7 en var 213,3 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 25,6 en var 24,8 í gær.

Nú hafa 4.865 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Af þeim veikst hafa af Covid-19 eru þrettán nú látnir.


Tengdar fréttir

Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga

Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingarlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans, biður rjúpnaskyttur og aðra sem finna fyrir yfirgnæfandi ferðaþörf og ævintýramennsku nú um helgina til þess að fara varlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×