Innlent

Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjúkrabíll við Landspítalann í Fossvogi.
Sjúkrabíll við Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingarlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans, biður rjúpnaskyttur og aðra sem finna fyrir yfirgnæfandi ferðaþörf og ævintýramennsku nú um helgina til þess að fara varlega. Ástæðan er einföld. Álagið á gjörgæsludeildinni er gríðarlegt.

Theódór deildi því með landsmönnum á Facebook í gær, undir yfirskriftinni ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga, að báðar gjörgæsludeildar Landspítalans hefðu verið yfirfullar aðfaranótt föstudags. Lífsbjargandi aðgerðir væru í gangi á mörgum skurðstofum. Erfið helgi væri framundan og svo vikur sem muni reyna á landsmenn alla.

Almannavarnir hafa hvatt fólk til að vera ekki á ferðalagi landshluta á milli þessa dagana. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn áréttaði í vikunni að þau tilmæli giltu um rjúpnaskyttur líka þótt rjúpnaveiði væri almennt séð Covid-væn. Útivist og gott bil á milli.

„Rjúpnaskyttur og ađrir sem finna fyrir yfirgnæfandi ferđaþörf og ævintýramennsku, fariđ varlega. Slys gera ekki bođ á undan sér,“ segir Theódór.

Fram kom á Covid.is í gær að fjórir væru inniliggjandi á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Fleiri eru þó á gjörgæslu af öðrum ástæðum. Landspítalinn starfar sem stendur á neyðarstigi. 

Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga! Í nótt voru bá ar gjörgæsludeildir Landspítalans yfirfullar... Lífsbjargandi...

Posted by Theódór Skúli Sigurðsson on Friday, October 30, 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.