Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13