Innlent

Minnisblaðið fór til ráðherra síðdegis

Sylvía Hall skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað sóttvarnalæknis. 
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað sóttvarnalæknis.  Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason hefur sent Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra minnisblað sitt varðandi áframhaldandi aðgerðir innanlands. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, við fréttastofu.

Stefnt er að því að minnisblaðið verði kynnt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrr í dag að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar og að þær myndu taka gildi eins fljótt og auðið er.

„Þar legg ég til að núverandi aðgerðir verði hertar frekar en útfærsla einstakra tillagna liggur ekki fyrir þannig að ég er ekki tilbúinn að ræða einstakar tillögur á þessari stundu,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.

Hann sagði ekki vera svigrúm fyrir tilslakanir að svo stöddu í ljósi stöðu mála. Tvær stórar hópsýkingar hafa komið upp, ein í Ölduselsskóla og önnur á Landakoti. Var Landspítali settur á neyðarstig í kjölfar sýkingarinnar á Landakoti.

Þórólfur sagðist sjá fyrir sér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa mikið lengur en í tvær til þrjár vikur, en þær myndu gilda um allt land. Í framhaldinu væri þá hægt að hefja tilslakanir.


Tengdar fréttir

Ekki talin þörf á útgöngubanni

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins.

Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman

Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×