Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 20:01 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels