Dæmdur fyrir háskaför steypubíls á Sæbraut og íkveikju á Pablo discobar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 07:01 Myndina hér að ofan tók lesandi Vísis þegar hann mætti steypubílnum með lögreglu í eftirdragi á Sæbrautinni þann 11. mars síðastliðinn. Hlynur Geir Sigurðarson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hin ýmsu brot, m.a. fyrir að hafa stolið steypubíl og ekið honum glæfralega um miðborg Reykjavíkur svo eftir var tekið í mars, sem og íkveikju á skemmtistaðnum Pablo discobar viku síðar. Líkt og áður segir féll dómurinn yfir Hlyni í júní en ekki hefur þó verið greint frá honum í fjölmiðlum fram að þessu. Fram kemur í dómi að Hlynur hafi játað brot sín skýlaust en þau lúta m.a. að vörslu fíkniefna, þjófnaði og fjársvikum, auk steypubílastuldarins og íkveikjunnar sem áður var getið. Handtekinn eftir háskaför á Sæbraut Tvö síðarnefndu brotin hlutu mikla umfjöllun í fjölmiðlum á sínum tíma. Fyrra brotið var framið miðvikudaginn 11. mars en þá tók Hlynur steypubíl fullan af steypu ófrjálsri hendi af byggingasvæði við Vitastíg. Hann ók bílnum sem leið lá niður Laugaveg, Bankasastræti, norður Lækjargötu, áfram norður Kalkofnsveg og suður Sæbraut. Leiðin sem farin var á steypubílnum.Grafík/Hjalti Við gatnamót að Snorrabraut ók Hlynur bílnum yfir umferðareyju, yfir á rangan vegarhelming í öfugri akstursstefnu, gegn rauðu ljósi og yfir á grasbala sem liggur samhliða göngustíg við Sæbraut. Þar ók hann bílnum á 50-60 kílómetra hraða. Hann stöðvaði loks bílinn nærri Kleppsvegi, stökk út og reyndi að forða sér á hlaupum en var eltur uppi og handtekinn. Gangandi vegfaranda kippt inn í lögreglubíl Mikil mildi þótti að enginn slasaðist í háskaför steypubílsins en gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut áttu fótum sínum fjör að launa. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum, hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð,“ sagði Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við Vísi skömmu eftir að Hlynur var handtekinn. Ökuferðin vakti mikla athygli, enda afar glæfraleg og á háannatíma, og fjölmargir birtu myndbönd af henni á samfélagsmiðlum. Eitt slíkt má sjá hér fyrir neðan. Fram kemur í dómi að Hlynur hafi verið sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2012. Þá segir í ákæru að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók steypubílnum og honum gefið að sök að hafa með þessu „stofnað á ófyrirleitin hátt lífi og heilsu vegfarenda í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva aksturinn.“ Hér að neðan má sjá steypubílinn fara síðasta spölinn að Kleppsvegi og bílstjórann hlaupa undan lögreglumönnum. Lét greipar sópa og kveikti svo í Hlyni var sleppt úr haldi lögreglu sama dag og hann var handtekinn við Sæbraut. Nákvæmlega viku síðar, 18. mars, var hann handtekinn á vettvangi bruna á skemmtistaðnum Pablo discobar í miðbæ Reykjavíkur. Frá vettvangi eldsvoðans á Pablo discobar að kvöldi 18. mars 2020.Vísir/Þórir Í ákæru er rakið að Hlynur hafi umrætt kvöld brotist inn í húsnæði Curious bar við Hafnastræti í Reykjavík og stolið þaðan verðmætum. Hann hafi því næst brotist inn í húsnæði Pablo discobar og einnig látið greipar sópa þar. Inni á síðarnefnda staðnum hafi Hlynur jafnframt lagt eld að pappír og öðrum hlutum á gólfi staðarins. Með þessu hafi hann valdið eldsvoða, sem hafði í för með sér almannahættu og eignatjón. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna brunans og rjúfa þurfti þak hússins. Hlynur var úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu daginn eftir brunann. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi brunans aðfaranótt 19. mars. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að Hlynur játaði brot sín greiðlega, bæði fyrir dómi og að mestu á rannsóknarstigi. Þá framvísaði hann jákvæðri umsögn meðferðarfulltrúa í fangelsinu þar sem hann var í gæsluvarðhaldi, auk þess sem hann hafi iðrast gjörða sinna einlæglega fyrir dómi. Einnig hafi hann óskað eftir aðstoð vegna vímuefnavanda síns og tekið virkan þátt í meðferðarstarfi. Þess er þó einnig getið í dómi að Hlynur eigi að baki nokkurn sakaferil. Hann hefur frá árinu 2006 hlotið refsingu fyrir eignaspjöll, þjófnað, nytjastuld, umferðarlagabrot, líkamsárásir og fíkniefnalagabrot. Síðast hlaut hann þriggja ára dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hæfileg refsing var að endingu ákveðin þriggja ára fangelsi. Gæsluvarðhald sem Hlynur sat í óslitið frá 19. mars og þar til dómur féll í júní var látið dragast frá refsingunni. Þá var honum gert að greiða um þrjár milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófurinn sem var handtekinn á vettvangi bruna í síbrotagæslu Karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu í fjórar vikur. Sami maður var handtekinn fyrir að stela steypubíl og reyna að stinga lögreglu af í síðustu viku. 19. mars 2020 18:41 Steypubílsþjófurinn grunaður um aðild að brunanum á Pablo Discobar Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. 19. mars 2020 15:46 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hlynur Geir Sigurðarson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hin ýmsu brot, m.a. fyrir að hafa stolið steypubíl og ekið honum glæfralega um miðborg Reykjavíkur svo eftir var tekið í mars, sem og íkveikju á skemmtistaðnum Pablo discobar viku síðar. Líkt og áður segir féll dómurinn yfir Hlyni í júní en ekki hefur þó verið greint frá honum í fjölmiðlum fram að þessu. Fram kemur í dómi að Hlynur hafi játað brot sín skýlaust en þau lúta m.a. að vörslu fíkniefna, þjófnaði og fjársvikum, auk steypubílastuldarins og íkveikjunnar sem áður var getið. Handtekinn eftir háskaför á Sæbraut Tvö síðarnefndu brotin hlutu mikla umfjöllun í fjölmiðlum á sínum tíma. Fyrra brotið var framið miðvikudaginn 11. mars en þá tók Hlynur steypubíl fullan af steypu ófrjálsri hendi af byggingasvæði við Vitastíg. Hann ók bílnum sem leið lá niður Laugaveg, Bankasastræti, norður Lækjargötu, áfram norður Kalkofnsveg og suður Sæbraut. Leiðin sem farin var á steypubílnum.Grafík/Hjalti Við gatnamót að Snorrabraut ók Hlynur bílnum yfir umferðareyju, yfir á rangan vegarhelming í öfugri akstursstefnu, gegn rauðu ljósi og yfir á grasbala sem liggur samhliða göngustíg við Sæbraut. Þar ók hann bílnum á 50-60 kílómetra hraða. Hann stöðvaði loks bílinn nærri Kleppsvegi, stökk út og reyndi að forða sér á hlaupum en var eltur uppi og handtekinn. Gangandi vegfaranda kippt inn í lögreglubíl Mikil mildi þótti að enginn slasaðist í háskaför steypubílsins en gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut áttu fótum sínum fjör að launa. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum, hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð,“ sagði Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við Vísi skömmu eftir að Hlynur var handtekinn. Ökuferðin vakti mikla athygli, enda afar glæfraleg og á háannatíma, og fjölmargir birtu myndbönd af henni á samfélagsmiðlum. Eitt slíkt má sjá hér fyrir neðan. Fram kemur í dómi að Hlynur hafi verið sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2012. Þá segir í ákæru að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók steypubílnum og honum gefið að sök að hafa með þessu „stofnað á ófyrirleitin hátt lífi og heilsu vegfarenda í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva aksturinn.“ Hér að neðan má sjá steypubílinn fara síðasta spölinn að Kleppsvegi og bílstjórann hlaupa undan lögreglumönnum. Lét greipar sópa og kveikti svo í Hlyni var sleppt úr haldi lögreglu sama dag og hann var handtekinn við Sæbraut. Nákvæmlega viku síðar, 18. mars, var hann handtekinn á vettvangi bruna á skemmtistaðnum Pablo discobar í miðbæ Reykjavíkur. Frá vettvangi eldsvoðans á Pablo discobar að kvöldi 18. mars 2020.Vísir/Þórir Í ákæru er rakið að Hlynur hafi umrætt kvöld brotist inn í húsnæði Curious bar við Hafnastræti í Reykjavík og stolið þaðan verðmætum. Hann hafi því næst brotist inn í húsnæði Pablo discobar og einnig látið greipar sópa þar. Inni á síðarnefnda staðnum hafi Hlynur jafnframt lagt eld að pappír og öðrum hlutum á gólfi staðarins. Með þessu hafi hann valdið eldsvoða, sem hafði í för með sér almannahættu og eignatjón. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna brunans og rjúfa þurfti þak hússins. Hlynur var úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu daginn eftir brunann. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi brunans aðfaranótt 19. mars. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að Hlynur játaði brot sín greiðlega, bæði fyrir dómi og að mestu á rannsóknarstigi. Þá framvísaði hann jákvæðri umsögn meðferðarfulltrúa í fangelsinu þar sem hann var í gæsluvarðhaldi, auk þess sem hann hafi iðrast gjörða sinna einlæglega fyrir dómi. Einnig hafi hann óskað eftir aðstoð vegna vímuefnavanda síns og tekið virkan þátt í meðferðarstarfi. Þess er þó einnig getið í dómi að Hlynur eigi að baki nokkurn sakaferil. Hann hefur frá árinu 2006 hlotið refsingu fyrir eignaspjöll, þjófnað, nytjastuld, umferðarlagabrot, líkamsárásir og fíkniefnalagabrot. Síðast hlaut hann þriggja ára dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hæfileg refsing var að endingu ákveðin þriggja ára fangelsi. Gæsluvarðhald sem Hlynur sat í óslitið frá 19. mars og þar til dómur féll í júní var látið dragast frá refsingunni. Þá var honum gert að greiða um þrjár milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófurinn sem var handtekinn á vettvangi bruna í síbrotagæslu Karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu í fjórar vikur. Sami maður var handtekinn fyrir að stela steypubíl og reyna að stinga lögreglu af í síðustu viku. 19. mars 2020 18:41 Steypubílsþjófurinn grunaður um aðild að brunanum á Pablo Discobar Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. 19. mars 2020 15:46 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Steypubílsþjófurinn sem var handtekinn á vettvangi bruna í síbrotagæslu Karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu í fjórar vikur. Sami maður var handtekinn fyrir að stela steypubíl og reyna að stinga lögreglu af í síðustu viku. 19. mars 2020 18:41
Steypubílsþjófurinn grunaður um aðild að brunanum á Pablo Discobar Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. 19. mars 2020 15:46
Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45