Þriggja ára fangelsi fyrir hnífstunguárás á Ólafsfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2014 17:30 Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Vísir/GK Hlynur Geir Sigurðarson, 24 ára gamall karlmaður, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hlynur stakk mann um tvítugt fjórum sinnum og var hann ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað í heimahúsi við Aðalgötu á Ólafsfirði þann 30. júní 2012. Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Smaug hnífurinn í gegnum kviðvegg og inn í lifur. Fyrir vikið hafi fórnarlambið hlotið blæðingu á lifur sem geti leitt til dauða ef ekki sé brugðist við með skjótum hætti. Skjót viðbrögð urðu þó til þess að maðurinn var ekki talinn í lífshættu eftir að hann komst undir læknishendur á Akureyri segir í ákæru ríkissaksóknara. Árásin orsakaði einnig þriggja til fjöggurra sentímetra langa stunguáverka á hægri brjóstkassa, álíka langan skurð á hægri síðu og aðra minni áverka á fyrrgreinda líkamshluta. Ríkissaksóknari benti á að fjórar stungur bentu til ásetnings til manndráps sem hafi sem betur fer ekki orðið manninum að bara. Fjölskipaður dómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að sakfella fyrir tilraun til manndráps meðal annars þar sem maðurinn hefði aldrei verið í lífshættu. Áverkarnir hefðu ekki verið lífshættulegir. Hlynur var með sex mánuði á skilorði sem hann rauf með broti sínu. Þeir voru dæmdir upp í refsinguna, þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Tengdar fréttir Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49 Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hlynur Geir Sigurðarson, 24 ára gamall karlmaður, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hlynur stakk mann um tvítugt fjórum sinnum og var hann ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað í heimahúsi við Aðalgötu á Ólafsfirði þann 30. júní 2012. Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Smaug hnífurinn í gegnum kviðvegg og inn í lifur. Fyrir vikið hafi fórnarlambið hlotið blæðingu á lifur sem geti leitt til dauða ef ekki sé brugðist við með skjótum hætti. Skjót viðbrögð urðu þó til þess að maðurinn var ekki talinn í lífshættu eftir að hann komst undir læknishendur á Akureyri segir í ákæru ríkissaksóknara. Árásin orsakaði einnig þriggja til fjöggurra sentímetra langa stunguáverka á hægri brjóstkassa, álíka langan skurð á hægri síðu og aðra minni áverka á fyrrgreinda líkamshluta. Ríkissaksóknari benti á að fjórar stungur bentu til ásetnings til manndráps sem hafi sem betur fer ekki orðið manninum að bara. Fjölskipaður dómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að sakfella fyrir tilraun til manndráps meðal annars þar sem maðurinn hefði aldrei verið í lífshættu. Áverkarnir hefðu ekki verið lífshættulegir. Hlynur var með sex mánuði á skilorði sem hann rauf með broti sínu. Þeir voru dæmdir upp í refsinguna, þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi.
Tengdar fréttir Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49 Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20