Innlent

Sótt­varna­­læknir leggur til hertar að­­gerðir sem taki gildi eins fljótt og hægt er

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi á dögunum.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, boðar hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði einsýnt að ekki væri svigrúm fyrir tilslakanir hér innanlands.

Kvaðst Þórólfur vera að vinna í minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem hann myndi sennilega senda til hennar í dag.

„Þar legg ég til að núverandi aðgerðir verði hertar frekar en útfærsla einstakra tillagna liggur ekki fyrir þannig að ég er ekki tilbúinn að ræða einstakar tillögur á þessari stundu,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag.

Hann sagðist sjá fyrir sér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa mikið lengur en í tvær til þrjár vikur. Í framhaldinu væri þá hægt að hefja tilslakanir. Til væri áætlun um hvernig tilslökunum yrði þá háttað ef allt gengur vel.

Þórólfur sagðist leggja til að sömu reglur muni gilda um allt land. Nú eru harðari aðgerðir í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu.

Þá vill hann að hertar aðgerðir taki gildi eins fljótt og hægt er en vildi aðspurður ekki fara út í einstakar tillögur þar sem minnisblaðið væri enn í smíðum.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.