Ísak segir fimmtán ára frænda sinn vera betri en hann var á sama aldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 09:31 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með unglingalandsliði Íslands. Getty/Piaras Ó Mídheach Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“ Sænski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira
Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“
Sænski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira