Kristján Þór heitir stuðningi við bændur í riðubaráttunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 12:44 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðuveiki í Skagafirði, bætur og kostnað vegna riðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í dag. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði á ríkisstjórnarfundi í morgun grein fyrir stöðunni sem upp er komin í Skagafirði vegna staðfestrar riðuveiki í Tröllaskagahólfi. Riðuveiki greindist 22. október á bænum Stóru- Ökrum 1 og Matvælastofnun hefur undanfarna daga kortlagt frekari útbreiðslu veikinnar. Haft er eftir Kristjáni Þór í tilkynningu að fréttirnar séu mikið reiðarslag. Hann segir ljóst að tjónið sé mikið og tilfinningalegt. „Ég hef gefið út skýr fyrirmæli til ráðuneytisins og Matvælastofnunar um að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bændur á svæðinu í gegnum þetta áfall,“ segir Kristján Þór. Matvælastofnun hefur undanfarna daga unnið að sýnatöku á svæðinu. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að sterkur grunur er um að riðuveiki sé til staðar í sauðfé á þremur búum en endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Ekki hefur greinst riðuveiki á þessu svæði í Tröllaskagahólfi frá árinu 2000. Heildarfjöldi gripa sem skera þarf niður liggur heldur ekki fyrir en sterkar vísbendingar eru um að hann verði umtalsverður. „Í ljósi þess hefur Matvælastofnun óskað eftir að Umhverfisstofnun liðsinni stofnuninni um lausnir við förgun. Þá liggur fyrir að kostnaður ráðuneytisins vegna málsins mun verða töluverður en ríkið mun greiða bætur og kostnað vegna riðuveikinnar til eigenda búfjár þar sem niðurskurður er nauðsynlegur,“ segir í tilkynningu. Landbúnaður Riða í Skagafirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Skagafjörður Akrahreppur Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðuveiki í Skagafirði, bætur og kostnað vegna riðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í dag. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði á ríkisstjórnarfundi í morgun grein fyrir stöðunni sem upp er komin í Skagafirði vegna staðfestrar riðuveiki í Tröllaskagahólfi. Riðuveiki greindist 22. október á bænum Stóru- Ökrum 1 og Matvælastofnun hefur undanfarna daga kortlagt frekari útbreiðslu veikinnar. Haft er eftir Kristjáni Þór í tilkynningu að fréttirnar séu mikið reiðarslag. Hann segir ljóst að tjónið sé mikið og tilfinningalegt. „Ég hef gefið út skýr fyrirmæli til ráðuneytisins og Matvælastofnunar um að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bændur á svæðinu í gegnum þetta áfall,“ segir Kristján Þór. Matvælastofnun hefur undanfarna daga unnið að sýnatöku á svæðinu. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að sterkur grunur er um að riðuveiki sé til staðar í sauðfé á þremur búum en endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Ekki hefur greinst riðuveiki á þessu svæði í Tröllaskagahólfi frá árinu 2000. Heildarfjöldi gripa sem skera þarf niður liggur heldur ekki fyrir en sterkar vísbendingar eru um að hann verði umtalsverður. „Í ljósi þess hefur Matvælastofnun óskað eftir að Umhverfisstofnun liðsinni stofnuninni um lausnir við förgun. Þá liggur fyrir að kostnaður ráðuneytisins vegna málsins mun verða töluverður en ríkið mun greiða bætur og kostnað vegna riðuveikinnar til eigenda búfjár þar sem niðurskurður er nauðsynlegur,“ segir í tilkynningu.
Landbúnaður Riða í Skagafirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Skagafjörður Akrahreppur Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05
„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01