TBR opnar dyrnar með ströngum reglum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 15:52 Frá verðlaunaafhendingu í stóra salnum hjá TBR. TBR Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira