TBR opnar dyrnar með ströngum reglum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 15:52 Frá verðlaunaafhendingu í stóra salnum hjá TBR. TBR Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Fífljarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Sjá meira
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Fífljarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Sjá meira