Innlent

Sextán ára stal bílnum hennar mömmu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fremur rólegt var hjá lögreglunni í nótt.
Fremur rólegt var hjá lögreglunni í nótt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Sextán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í austurbænum í gærkvöldi og reyndist hann hafa tekið bifreið móður sinnar í leyfisleysi. Hinn ungi ökumaður á von á kæru fyrir að aka án réttinda. 

Heldur rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Þá var skorið á dekk á tveimur bifreiðum, annarri í Breiðholt og hinni í Hafnarfirði. Gerendur hafa ekki fundist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.