Innlent

Ólafur Ragnar, umheimurinn og framtíðarstaða Íslands í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson verður eini gestur Víglínunnar á Stöð 2 og Vísi klikkan 17:40 í dag. Þar fer hann yfir fjöprtíu ára feril sinn í alþjóðastjórnmálum og á stundum stormasöm samskipti við einstaka ráðmenn á Íslandi.
Ólafur Ragnar Grímsson verður eini gestur Víglínunnar á Stöð 2 og Vísi klikkan 17:40 í dag. Þar fer hann yfir fjöprtíu ára feril sinn í alþjóðastjórnmálum og á stundum stormasöm samskipti við einstaka ráðmenn á Íslandi. Stöð 2/Einar Árnason

Hann var fimmtíu og þriggja ára þegar hann tók við embætti forseta Íslands og átti þá að baki langan feril sem háskólaprófessor og stjórnmálamaður. Ólafur Ragnar Grímsson gerði sig fyrst gildandi á alþjóðavettvangi þegar hann fór fyrir hópi Parliamentarians for Global Action undir lok kalda stríðsins sem hafði forgöngu um afvopnunarátak sex þjóðarleiðtoga árið 1984.

Í covid faraldrinum hefur Ólafur Ragnar eins og aðrir þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum. En í stað þess að sitja verklaus tók hann að skrifa niður sögur af samskiptum sínum við ráðmenn og ýmist áhrifafólk um allan heim á undanförnum fjörtíu árum. Hann birti sögurnar síðan á helstu podkast veitum undir heitinu „Sögur handa Kára.“

Í nýlegum 35 potkast þáttum fer Ólafur Ragnar Grímsson yfir áratuga feril sinn í alþjóðastjórnmálum og samskiptin við nokkra af fimm forsætisráðherrum í forsetatíð hans.Stöð 2/Einar Árnason

Af þessu tilefni verður forsetinn fyrrverandi eini gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunnar á Stöð 2 og Vísi að þessu sinni. Þar verður hann spurður út í þessi samskipti sem á stundum voru mjög stormasöm við ráðmenn hér heima.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 og verður birt á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.