Ólafur Ragnar segir ríkisstjórn Davíðs hafa flaskað á samskiptum við bandaríska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2020 19:28 Í Víglínunni í dag fer Ólafur yfir fjörtíu ára feril sinn í alþjóðastjórnmálum og samskipti sín við íslenska ráðmenn í forsetatíð hans. En hann fjallar um þessi mál í nýlegu 35 þátta potkast þáttum sem finna má á helstu potkast veitum. Stöð 2/Einar Árnason Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins. Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins.
Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira